Hægt er að stofna margar dagbækur með mismunandi nöfnum og tilgangi (daglegar færslur, greiðslur, mánaðarlegar færslur, banki, gjaldmiðlar o.s.frv.) Hverja dagbók er hægt að sérsniða m.t.t. meðhöndlunar gagna og innsláttar. Hér förum við yfir uppsetningu dagbóka en ekki eiginleika þeirra en þeim er lýst í öðrum greinum. Uppsetning dagbóka gildir fyrir alla notendur óháð einstaklingsbundinni uppsetningu.
Valmynd dagbóka | |
Bókaðar dagbækur | Hér eru sýndar allar bókaðar dagbækur.
Hér er hægt að sjá allar bókaðar dagbækur í Uniconta og hugsanlega eyða þeim. Einnig er hægt að sjá fjárhagsfærslur og verkefnafærslur. |
Flytja inn skrá | Hér er hægt að flytja skrá inn í dagbókina. |
Eyða dagbókarfærslum | Hér er hægt að eyða öllum færslum í óbókaðri dagbók. |
Reitir í dagbókaruppsetningu | |
Dagbók | Heiti. Hægt að breyta að vild. Allar bókaðar dagbækur og færslur þeirra breytast í samræmi við það. Engin vandamál koma upp við breytingu á heiti dagbókar. |
Starfsmaður | Hægt er að skrá starfsmann fyrir dagbók. Sú tegund dagbókar getur því eingöngu verið bókuð af viðkomandi starfsmanni. |
Fastur texti | Dagbókarnafn sem gefur til kynna tilgang dagbókar. |
Númeraröð | Númeraröð til útdeilingar fylgiskjalsnúmera í dagbók. Nauðsynlegt er að velja númeraröð en þær finnur þú undir Fjárhagur/Viðhald/Númeraraðir. Mörg færslubókarheiti geta deilt sömu númeraröð. Ábending: Ef margar færslubækur nota sömu númeraröð og færslubók er ekki bókuð strax og önnur færslubók er fyllt út munu færslurnar nota sömu númer. Til dæmis, ef skipt er upp bókun á fjárhagsgögnum í margar færslubækur eftir tegund eða notenda, geta þeir auðveldlega deilt sömu númeraröð. Ekki ætti að nota pantana- og innkaupa fylgiskjalaraðir til að bóka færslubækur. og ekki breyta númeraröð eftir að byrjað er að nota færslubók. |
Úthlutun fylgiskjalsnúmers við bókun færslubókar | Fylgiskjalsnúmer er sjálfkrafa úthlutað á fylgiskjal þegar færslubókin er ræst frá ‘næsta númeri’ sbr. valdri númeraröð. Þegar færslubók er bókuð hefur hvert skjal verið úthlutað númeri sjálfkrafa. Ef þetta „hak“ er stillt og ekki „bóka allar færslur í fjárhag undir sama fylgiskjalsnúmer“ þá verða engin fylgiskjalsnúmer fyrir verkfærslurnar sem mynda ekki færslu. Aðferðin tryggir að engar eyður eru í fylgiskjalaröðinni í fjárhagnum. |
Bóka allar færslur fjárhags með sama fylgiskjalsnúmeri | Eins og ofangreind Úthlutun fylgiskjalsnúmers í dagbókum við bókun fá öll fylgiskjöl sama númer. |
Lokað | Dagbókin er lokuð fyrir færslur. Notið ef ekki á að nota dagbókina oftar. Það er ekki hægt að eyða dagbók sem hefur verið notuð til bókunar en hægt að loka henni í staðinn. |
Sjálfvirk vistun | Ef hakað er í sjálfvirk vistun mun dagbókin vera stöðugt vistuð sjálfkrafa. |
Eyða línum eftir bókun | Dagbókin er lokuð fyrir færslur. Ef ekki er hakað í reitinn eru línurnar áfram til staðar í dagbókinni og hún verður “standandi dagbók” þar sem hægt er að bóka sömu færslur ítrekað með nýrri dagssetningu og fylgiskjalsnúmerum. Þetta hentar vel fyrir fasta liði eins og laun og húsaleigu. Þetta hentar vel fyrir fasta liði eins og laun og húsaleigu. |
Dagbókarlína verður að vera samþykkt áður en hún er bókuð | Haka skal við þennan valkost ef samþykkja þarf dagbókarlínu. Allar dagbókarlínur munu þá vera með samþykktar dálki. Línan bókast því ekki án samþykktar. |
Víddir | Hér er hægt að stilla sjálfgefnar víddir fyrir færslubókarfærslur. |