Úthluta aðgangi að Uniconta til bókara eða endurskoðanda
Ef bókarinn/endurskoðandinn þinn er ekki nú þegar skráður sem Univisor hjá Uniconta og þú vilt að bókarinn/endurskoðandinn hafi aðgang skaltu nota eftirfarandi hlekk: https://www.uniconta.com/is/univisor/
Smella á „Bjóddu þínum bókara eða endurskoðanda“, fylla út eyðublaðið og smella á senda og við bjóðum bókara/endurskoðanda þínum að verða einn af ‘Univisor’.
Ef bókari/endurskoðandi er þegar settur upp í Uniconta sem Univisor verður eigandi fyrirtækisins að gera eftirfarandi:
NB! Allir starfsmenn bókhaldsfyrirtækis sem stofnað var með Univisor-notandanafni fyrir Uniconta hafa aðgang að fyrirtækinu þínu með þessari aðferð. Ef þú vilt þetta ekki skaltu lesa meira hér.
- Fara í Fyrirtæki/Fyrirtækið mitt.
- Finna boxið Univisor
- Smellt er á svörtu örina á eftir reitnum ‘Univisor’.
- Ef smellt er á svarta örina birtist yfirlit Univisor.
- Á lista univisor er bókari/endurskoðandi valinn í fellilistanum. Hægt er að rita nafn univisor og það birtist á listanum.
- Ef Univisor er ekki á listanum þýðir það að bókari- eða endurskoðandi sem þú ert að leita að er ekki enn með Univisorsamning við Uniconta. Bókari/Endurskoðandi getur sótt um þetta hér.
- Eftir að bókari/endurskoðandi hefur verið valinn er hægt að sjá nafn univisor og tengiliðar í yfirlitinu.
- Áður en bókara/endurskoðanda er úthlutað þarf að hafa í huga hvaða notendaréttindi hann á að hafa. Bókari/Endurskoðandi þarf yfirleitt aðgang að öllum ‘Notendaaðgerðum’ svo þeir geti breytt og vistað í fyrirtækinu.
- Til að stilla réttindi notanda skaltu velja af listanum eins og sýnt er hér að neðan:
- Smellt er á ‘Úthluta’ og öllum hjá bókhaldsfyrirtækinu er úthlutað aðgang að fyrirtækinu.
- Eftir að smellt hefur verið á úthlutað er tölvupóstur sendur til bókara/endurskoðanda um að aðgangur að fyrirtækinu hafi verið veittur.
- Mundu að allir bókarar/endurskoðendur sem vinna hjá bókhaldsfyrirtækinu hafa aðgang að fyrirtækinu með þessum réttindum. Ef þú vilt þetta ekki skaltu lesa meira hér.