Fara skal í Fyrirtæki/Viðhald/Val kerfiseininga. Hér á að velja hvaða kerfiseiningu á að nota í fyrirtækinu.
Í dálkinum “Kerfiseining” eru allar aðgerðir að meðtöldum birgðum innifaldar í grunnáskriftinni. Ef virkjaðar eru einingar í öðrum kerfishlutum bætist sá kerfishluti við áskriftina. Ganga þarf úr skugga um að allir aðrir opnir Uniconta-kerfisgluggar séu vistaðir áður en smellt er á ‘Vista’ í þessum ‘Val kerfiseininga’ glugga. Þetta er vegna þess að allir opnir Uniconta kerfisgluggar munu lokast sjálfkrafa, þegar smellt er á ‘Vista’ í tækjaslánni.
Viðbótartenglar: Stofna áskrift (Viðskiptavinir) Stofna áskrift (Administrators)
|