Fara skal í Fyrirtæki/Viðhald/Valkostir. „Valkostir“ er notað til að velja staðlaðar stillingar í Uniconta. Hér er hægt að stilla hvort sölu og innkaupapantanir eigi að hafa áhrif á birgðastöðu. Sölupantanir Vörustjórnun: hér er hægt að velja “Ekkert”, “Frátekið” eða “Hreyfing”
Setja einn í ‘magn’: Haka skal hér ef það á að hafa 1 sem sjálfgefið magn þegar pöntunarlína er stofnuð. Breyta móttekið: Haka í hér ef þú vilt eiga möguleika á á breyta móttekinni pöntun. Kanna EAN: Hak skal sett í þennan reit til að kanna alltaf EAN-númerið. Birta birgðastöðu í pöntunum: Haka skal í þennan reit til að sýna birgðaframboð á vörum í pöntunarlínunum. ‘Afhent nú’ ákvarðar afhendingarmagn: Ef hak er sett hér verður reiturinn ‘Afhent nú’ í pöntunarlínunum virkur. Þar af leiðandi, ef ‘0’ eða ekkert er fært inn í reitinn ‘Afhent nú’ í pöntunarlínunni, þá verður ekkert afhent. Svo ef hak er í þessum reit, þá er mikilvægt að slá inn nákvæmlega hversu mikið ætti að vera ‘Afhent nú’ í hverri pöntunarlínu. Reikningur. Birta línur sem eru ekki afhentar á reikningi: Ef merkt er við þennan reit verða vörurnar sem eru pantaðar en ekki enn afhentar sýndar á reikningnum. Uppfæra kostnaðarverð í pantanalínum: Ef reiturinn er merktur, eru allar opnar pöntunarlínur sjálfkrafa uppfærðar þegar kostnaðarverð er breytt. Þetta mun einnig breyta verði fyrir endurteknar áskriftir. ATH: áður en hægt er að uppfæra kostnaðarverð þarf notandinn að endurreikna kostnaðarverð undir ‘Birgðir/Viðhald/Endurreikna kostnaðarverð‘. Þegar kostnaðarverð hefur verið endurreiknað skal gæta þess að loka glugganum pöntunarlínur og opna aftur til að uppfæra verð.
Lesa meira um sölupantanir og sölupöntunarlínur hér.
Innkaupapantanir Vörustjórnun: Veldu milli ‘Ekkert’, ‘Pantað’ og ‘Móttekið’.
Setja ‘einn’ í magn: Haka skal hér ef það á að hafa 1 sem sjálfgefið magn þegar innkaupapöntunarlína er stofnuð. Breyta móttekið: Haka í hér ef þú vilt eiga möguleika á á breyta móttekinni pöntun.
Lesa meira um innkaupapantanir hér.
Birgðir Lykill á birgðafærslum: Hér er hægt að velja hvort birgðafærslur eru færðar á reikningslykil viðskiptavinar eða afhendingarlykil. Lesa meira um að velja annan ‘Reikningslykil’ fyrir viðskiptavin á móti ‘Afhendingarlykli’ (Raunverulegum Viðskiptavinalykli) hér. Heimila neikvæða birgðastöðu: Ef kerfið á að leyfa neikvæða birgðastöðu þá þarf að haka í hér – en það er sjálfgefið. Uppfæra vöru með síðasta kostnaðarverði: Haka hér í ef þú vilt að varan uppfærist sjálfkrafa með síðasta kostnaðarverði í Birgðum.
Lesa meira um kerfiseiningar birgða hér.
|