Stafræn fylgiskjöl
Uniconta vefgáttin gerir þér kleift að taka myndir með farsíma af kvittunum eða reikningum sem koma inn á borð þitt daglega og senda inn í Uniconta kerfið.
Velja skal „Stafræn fylgiskjöl“ og ef bæta á við nýju viðhengi (kvittun/reikningi) skal smella á [Bæta við]
Skjámyndin hér að neðan opnast. Smella á „Fletta“. Nú hefur þú möguleika á að velja mynd úr símanum þínum,
eða taka nýja mynd strax.
Svo er hægt að fylla út, „Innihald, Dagsetningar, Upphæðir o.s.frv.“
Smella á [Vista]
Mynd af viðhengjum úr farsíma eða spjaldtölvu
Hér er hægt að bæta við myndum beint úr farsíma eða spjaldtölvu í gegnum vefgáttina.
Þetta opnar vefgáttina úr farsímanum þínum eða spjaldtölvunni, þar sem þú skráir þig inn með notendaupplýsingum þínum.
Eftir innskráningu skal smella á táknið til að bæta við viðhengi.
Þetta mun sýna eftirfarandi skjámynd þaðan sem hægt er að bæta við umbeðnum viðhengjum.
Smella á [Fletta]
Myndavél farsímans er valin og þá er hægt að taka mynd af viðkomandi reikningi eða kvittun og senda inn í Uniconta.
Eftir að það er gert verður hægt að hlaða fylgiskjalið inn.
Svo er hægt að fylla út, „Innihald, Dagsetningar, Upphæðir o.s.frv.“
Smella á [Vista]
Fylgiskjalið er nú tiltækt í Stafræn fylgiskjöl (innhólf)