Veltitöflur eru myndræn skýrslugerð og eru tiltækar í Fjárhag, Viðskiptavin, Lánardrottni, Birgðum og Verki.
Hafa skal í huga að Veltitöflur í Birgðum, Viðskiptavinum og Lánardrottnum birtir aðeins gögn byggð á birgðum.
Veltitafla er samantekt á gögnum. Veltitöflur geta raðað og talið gögn. Þá er hægt að birta samantekin gögn á tilteknu formi fyrir notandann. Hægt er að gera samantekt yfir gögn eins og tölur, heildarfjölda eða meðaltal.
Notandi getur tekið saman gögn með því einfaldlega að draga dálka til þess hluta töflunnar.
Veltitöflum er auðvelt að endurraða með því að smella á gögn og færa þau um skjáinn.
Notkun veltitöflu
Dragið dálkana efst niður í ‘Drop Row Field’ eða ‘Drop Column Fields Here’.
Aukareiti er hægt að sækja undir „Snið- Tengdir reitir“ Lesa meira undir Snið
Hér er Vara og Ár dregið niður [Drop Row Field] og [Drop Column Fields Here]
Veltitöfluna er hægt að sýna myndrænt. Hér er valið árið 2020 fyrir töfluna hér að framan. Samtímis birtast aðeins Row samtölur.
Í Verki eru valmöguleikarnir í veltitöflunni örlítið ólíkir en meginreglurnar eru þær sömu.
Athuga: Út frá skjámynd Veltitöflu er ekki hægt að flytja út eða prenta tölfræðina. Til að prenta þurfa Veltitöflurnar að vera búnar til í Uniconta Mælaborði og/eða í Excel.
Fast snið á Veltitöflu
Það er hægt að setja fast snið á Veltitöflu með því að nota „Vista Snið. Lesa meira hér
Nú er Sniðið vistað sem sjálfgefið.
Vista Veltitöflur í Excel
Hægt er að vista Veltitöflur í tveimur sniðum fyrir Excel
T.d. Excel skrá (What you see is what you get „WHYSIWYG“) eða „Data-Aware úflutningur“
Undir „flytja út í Excel“ sem er efst í hægra horninu er valið það snið sem á að nota.
What you see is what you get „WHYSIWYG“ gefur þessa niðurstöðu
Data-Aware útflutningur skilar þessari niðurstöðu.