Hér er framkvæmd uppsetning víddanna sem á að nota í fyrirtækinu
Víddir eru settar upp svo þær geti hjálpað við að greina tekjur og kostnað eftir deildum, málefnum eða öðru.
Hægt er að loka víddum með því að haka við ‘lokað’. Þá er ekki hægt að nota víddina til bókunar.
Uniconta meðhöndlar allt að 10.000 víddir í hverri vídd.
Þegar ýtt er á víddaruppsetningu er hægt að velja hversu margar víddir á að nota í fyrirtækinu. Hægt er að velja á milli 0 og 5.
Sameina tvær víddir. Lesa meira.
ATH! Hafa skal í huga að víddir verða að vera stilltar á „Virkt“ í bókhaldslyklinum ef þú vilt nota vídd í lykli. Lesa meira hér.
ATH! Víddir eru ekki sýndar á lyklunum gengismunur og auramismunur.