Þessi grein lýsir hvernig á að móttaka og reikningsfæra innkaupapöntun að hluta til.
Innkaupapöntun með hlutamóttöku, Innkaupapöntun með hlutamóttöku og hlutareikningsfærslu
Eftirfarandi innkaupadæmi miðast við valkosti hér að neðan.
Fara í Fyrirtæki/Viðhald/Valkostir
ATH! Ef keyrt er innkaupa- og sölupróf skal eftir hverja skjalauppfærslu, fylgiseðil, pöntunarstaðfestingu o.s.frv. vista og loka pöntunarlínum og opna þær aftur áður en haldið er áfram. Venjulegt verkflæði mun tryggja að pöntunum sé lokað og þær opnaðar fyrir næsta skref í innkaupum/sölu.
Innkaup með hlutamóttöku
Fara í Lánardrottinn/Innkaupapantanir
Bæta við pöntun, fylla út viðeigandi upplýsingar
Smella á Vista og fara í línur
Smella á Bæta við færslu/vörur
Pantað er 10 stykki en birgir á aðeins 4 stykki á lager. Óskað er eftir því að fá þessi 4 stk send strax.
Við höfum kannski sent staðfestingarbeiðni eða pöntun til birgis, en við gerum ekki frekari athugasemdir við þessa lýsingu.
Þegar varan og fylgiseðill frá birgja er móttekinn er pöntunin opnuð og slegið inn móttekið magn í „Móttaka nú“
Smella á Vista
Uppfæra fylgiseðilinn með mótteknu magni sem uppfærir birgðir.
Velja Uppfæra skjal/Innkaupaseðill. Til að uppfæra birgðir þarf að haka í „Uppfæra birgðir“.
Innkaupaseðillinn lítur svona út. (Staðlað „Snið reikninga“ hefur verið notað, hægt er að velja um að fjarlægja verð)
Þegar tekið er á móti vörum sem eftir voru í pöntuninni inn á lager er innkaupapöntunin opnuð og farið í línurnar.
Í „Móttekið“ er magnið 4, sem hefur verið móttekið áður. Í „Eftirstöðvar“ er talan sem eftir er og er nú hægt að taka á móti.
Til að taka á móti þeim 6 sem eftir eru, í reitnum „Móttaka nú“ er slegið inn 0 eða 6. Núll tekur afganginn af magninu.
ATH! Ef ekki berast allar 6 eftirstöðvarnar er hægt að velja um að setja inn aðra tölu, t.d. 5, þar sem afgangurinn verður 1.
Smella á Vista
Velja Uppfæra skjal/Innkaupaseðill. Til að uppfæra birgðir þarf að haka í „Uppfæra birgðir“.
Innkaupaseðillinn lítur svona út. (Staðlað „Snið reikninga“ hefur verið notað, hægt er að velja um að fjarlægja verð)
Síðan er hægt að reikningsfæra vöruna.
Velja Uppfæra skjal/Reikningur eða Stofna reikning, setja hak í Hermun til þess að skoða reikninginn fyrir endanlega reikningsfærslu. Síðan skal fjarlægja hakið og reikningsfæra pöntunina. Muna skal að færa inn reikningsnúmer lánardrottins.
Reikningurinn lítur svona út. (Sjálfgefið „Snið reikninga“ notað)
Innkaup með hlutamóttöku og hlutareikningsfærslu
Skref fyrir skref
Fara í Lánardrottinn/Innkaupapantanir
Bæta við pöntun, fylla út viðeigandi upplýsingar
Smella á Vista og fara í línur
Smella á Bæta við færslu/vörur
Pantað er 10 stykki en birgir á aðeins 4 stykki á lager. Óskað er eftir því að fá þessi 4 stk send strax.
Við höfum kannski sent staðfestingarbeiðni eða pöntun til birgis, en við gerum ekki frekari athugasemdir við þessa lýsingu.
Þegar varan og fylgiseðill frá birgja er móttekinn er pöntunin opnuð og slegið inn móttekið magn í „Móttaka nú“
Smella á Vista
Uppfæra fylgiseðilinn með mótteknu magni sem uppfærir birgðir.
Velja Uppfæra skjal/Innkaupaseðill. Til að uppfæra birgðir þarf að haka í „Uppfæra birgðir“.
Innkaupaseðillinn lítur svona út. (Staðlað „Snið reikninga“ hefur verið notað, hægt er að velja um að fjarlægja verð)
Eftir uppfærslu birgða lítur pöntunarlínan svona út
Nú er móttekinn reikningur fyrir magn 4 stk.
Til að geta reiknað 4 stk að hluta þá er skilið 4 stk eftir í „Móttaka nú“.
Reikningurinn lítur svona út. (Sjálfgefið „Snið reikninga“ notað)
4 stk hafa nú verið reikningsfærð.
Línurnar í innkaupapöntuninni sýna eftirfarandi
Þegar tekið er á móti vörum sem eftir voru í pöntuninni inn á lager er innkaupapöntunin opnuð og farið í línurnar.
Í „Eftirstöðvar“ er talan sem eftir er og er nú hægt að taka á móti
Til að fá þær 6 sem eftir eru í birgðum þarf ekkert annað en að uppfæra birgðirnar.
ATH! Ef ekki berast allar 6 eftirstöðvarnar er hægt að velja um að setja inn aðra tölu, t.d. 5, þar sem afgangurinn verður 1.
Smella á Vista
Velja Uppfæra skjal/Innkaupaseðill. Til að uppfæra birgðir þarf að haka í „Uppfæra birgðir“.
Innkaupaseðillinn lítur svona út. (Staðlað „Snið reikninga“ hefur verið notað, hægt er að velja um að fjarlægja verð)
Línan út svona út
Síðan er hægt að reikningsfæra vöruna.
Velja Uppfæra skjal/Reikningur eða Stofna reikning, setja hak í Hermun til þess að skoða reikninginn fyrir endanlega reikningsfærslu. Síðan skal fjarlægja hakið og reikningsfæra pöntunina. Muna skal að færa inn reikningsnúmer lánardrottins.
Reikningurinn lítur svona út. (Sjálfgefið „Snið reikninga“ notað)
Innkaup á verk
Það er hægt að kaupa beint á verk.
Fara í Lánardrottinn/Innkaupapantanir
Bæta við pöntun, fylla út viðeigandi upplýsingar. Þar á meðal Verk og Verktegund
Smella á Vista og fara í línur
Smella á Bæta við færslu/vörur
Nú er hægt að kaupa inn fyrir Verkið. Ef kaupa á fyrir mismunandi verk er hægt að velja verkið á hverja línu.
Útgáfa-86 Keypt fyrir Verk, hægt er að bæta við söluverði. Söluverðið verður síðan fært í verkfærsluna. Söluverðið er ekki millifært á aðra staði.