Í Uniconta getur þú sent tölvupóst frá eigin póstþjóni með því að slá inn SMTP gildi. Þá sendir Uniconta póst úr kerfinu frá þínum póstþjóni en ekki post@uniconta.com.
Þú getur prófað aðganginn til að tryggja að þú hafir slegið inn rétt skilríki.
Mælt er með því við alla viðskiptavini að þeir setji upp sitt eigið SMTP.
ATH! Ef þú velur ekki að setja upp SMTP Host mun Uniconta senda alla tölvupósta frá „post@uniconta.com“.
SMTP uppsetningu er hægt að nota á bæði Viðskiptavini, Lánardrottna og samþykktarpósta.
SMTP uppsetning
Hægt er að setja upp SMTP á tveimur stöðum í Uniconta.
- Viðskiptavinur/Viðhald/Tölvupóststillingar
- Fyrirtæki/Viðhald/Tölvupóststillingar
Við mælum með því að nota Fyrirtæki/Viðhald/Tölvupóststillingar, þar sem þú þarft aðeins að búa til SMTP einu sinni hér og getur valið þetta undir Viðskiptavinur/Viðhald/Tölvupóststillingar, þar sem þú þarft þá aðeins að einbeita þér að innihaldinu í tölvupóstinn sem þú vilt senda.
ATH: Ef þú vilt nota samþykktarferlið og senda frá eigin tölvupósti verður að setja SMTP undir Fyrirtæki.
SMTP uppsetning
- Fara í Fyrirtæki/Viðhald/Tölvupóststillingar.
- Smella á “Bæta við” eða “Breyta” í tækjaslánni.
- Hægt er svo að nota “Wizard” hnappinn í tækjaslánni til aðstoðar.
- Wizardinn býður upp á að fylla út SMTP-þjón og SMTP port number. Slá verður inn notandann og lykilorðið.
- Hér er hægt að velja milli mismunandi tölvupóstsþjónustu, þar á meðal:
- Office 365
- Gmail
- Yousee
- Ef ekki er haft einhvern af ofangreindum þjónustum ert hægt að fylla út SMTP upplýsingar sjálfur
- Slá inn SMTP-þjón (hægt að fá þær upplýsingar frá söluaðila póstþjónustunnar)
- Slá inn SMTP port number (hægt að fá þær upplýsingar frá söluaðila póstþjónustunnar)
- Slá inn SMTP notandann, venjulega netfangið sem á að senda frá.
- Slá inn SMTP lykilorð, lykilorð sem stemmir við notandann / netfangið.
- Nota SSL: Já (haka við)
- TLS er protocol level, t.d. mail host verður að vera ritað með tls: //. T.d. tls://smtp.minntölvupóstsþjónn.is. TLS er stillt á port 587. Velja SSL.
- Ef hakað er í leyfa annan sendanda er hægt að láta tölvupóst sendast úr öðru póstfangi.
- Office 365 leyfir almennt ekki að tölvupóstur sé sendur í nafni annars aðila. En með því að haka í reitinn er það leyft.
- Setja verður „þjónustuaðila“ á „Sjálfgefið“ ef SMTP er notað. Ef ekki er búið til SMTP hýsil er hægt að velja Microsoft eða EmailManager hér.
- Lesa meira um ‘þjónustuaðilann’ okkar, Microsoft og EmailManager.com hér.
- ATH! Muna að smella á “Vista” í tækjaslánni.
- Athugaðu SMTP Host-inn eins og lýst er hér að neðan.
Virk SMTP uppsetning fyrir Office 365 lítur svona út:
Til staðar er prófunareiginleiki til að sannreyna SMTP uppsetning sé rétt.
Smella á hnappinn Sannreyna uppsetningu og slá inn tölvupóstfangið þitt. Þú færð staðfestingu á þvi hvort að uppsetningin sé rétt og einnig póst í innhólfið.
Smella á Í lagi.
Ef uppsetning SMTP er rétt, mun birtast skilaboð “Tölvupóstur sent villulaust”.
SMTP er núna tilbúið til notkunar.
Til dæmis:
Uppsetning í Office 365
Outgoing netþjónn
SMTP-þjónn: smtp.office365.com
SMTP port number: 587
SMTP notandi: tölvupóstfangið þitt
SMTP-aðgangsorð: aðgangsorðið að Office 365.
Nota SSL: Já (haka við)
Gmail uppsetning
Uppsetning í One.com
SMTP notandi verður að vera netfangið þitt skráð í One.com
SMTP lykilorð er lykilorðið sem tilheyrir tölvupóstinum þínum sem þú notar í SMTP notandareitnum.
SMTP-þjónn: send.one.com
SMTP-portnummer: 587
SMTP-notandi: tölvupóstfangið þitt
SMTP-aðgangsorð: aðgangsorðið
Uppsetning í Simply.com (gamla UnoEuro.com)
SMTP notandi verður að vera netfangið þitt skráð hjá Simply.com
SMTP lykilorð er lykilorðið sem tilheyrir tölvupóstinum þínum sem þú notar í SMTP notandareitnum.
SMTP-þjónn: smtp.simply.com
SMTP-portnummer: 587
SMTP-notandi: tölvupóstfangið þitt
SMTP-aðgangsorð: aðgangsorðið