Hægt er að stofna innkaupapantanir með því að afrita sölupöntun þannig að hægt sé að kaupa nákvæmlega vöruna sem verið er að selja og ‘merkt’ við nákvæmlega þessa sölupöntun. Þetta gerir kleift að mæla framlegðina nákvæmlega.
Stofna sölupöntun
Síðan er hægt að stofna innkaupapöntun á grundvelli sölupöntunar, með því að afrita úr sölupöntunarlínunni.
Stofna innkaupapöntun
Þegar reikningur innkaupapöntunar er móttekinn er innkaupapöntunin uppfærð.
Í sölupöntuninni er nú hægt að sjá að vörurnar eru fáanlegar og til á lager.
Nú er hægt að reikningsfæra sölupöntunina.
Merking
Mögulegt er að sjá merkingar eða merkja sölupöntunarlínur með því að nota hnappinn ‘Merking’ í tækjaslánni.
Hér eru eftirfarandi valkostir:
- Innkaupalínur: sjá merktar innkaupalínur;
- Birgðafærslur: sjá merktar birgðafærslur;
- Merkja innkaupalínur: skoða innkaupalínur og merkja innkaup fyrir sölu
- Merkja birgðafærslur: skoða birgðafærslur og merkja færslu fyrir sölu.
ATH! Athugið að aðeins er hægt að merkja birgðafærslu eða innkaupalínu á móti sölupöntun. Ef margar sölupöntunarlínur eru merktar í sömu innkaupalínu mörgum sinnum er ekki hægt að reikna kostnað rétt.