Viðskiptavinalistinn veitir þér yfirsýn yfir þína viðskiptavini (skuldunauta).
Hér er hægt að skrá alla viðskiptavinina og breyta skráðum upplýsingum auk þess að setja upp reikningsfærslur og halda utan um stöður.
Tækjaslá í Viðskiptavinur
Lýsing á hnöppum í tækjaslá viðskiptavinar
- Bæta við
- Stofnar nýjan viðskiptavin
- Breyta
- Breytir upplýsingum um viðskiptavin
- Opna spjald
- Sýnir allar upplýsingar fyrir einstaka viðskiptavini
- Endurnýja
- Uppfærir upplýsingar um viðskiptavini, svo sem dagsetningu síðasta reiknings.
- Sía
- Gerir viðskiptavinum kleift að afmarka eftir eigin þörfum.
- Snið
- Hægt að vista, eyða og breyta sniði dálka og röðum, eða hlaða vistuðu sniði
- Tengiliðir
- Hægt að bæta viðbótarupplýsingum við tengiliði, svo sem símanúmer, tölvupóst eða þess háttar.
Lesa meira.
- Hægt að bæta viðbótarupplýsingum við tengiliði, svo sem símanúmer, tölvupóst eða þess háttar.
- Afhendingarstaðir
- Sýnir afhendingarstaði sem eru tengdir við valdan viðskiptavin
Lesa meira neðar í þessari grein.
- Sýnir afhendingarstaði sem eru tengdir við valdan viðskiptavin
- Vörunúmer viðskiptavinar/lánardr
- Hér er hægt að velja vörunafnaflokk viðskiptavinar með sérstöku verði og vöruheitum.
Smella hér til að lesa meira
- Hér er hægt að velja vörunafnaflokk viðskiptavinar með sérstöku verði og vöruheitum.
- Söluverð og afslættir
- Hér er hægt að skrá möguleg verð og afslætti
- Tækifæri
- Hér er mögulegt að fá yfirlit yfir tækifærin sem eru skráð á viðskiptavininn í gegnum kerfiseininguna Viðskiptatengsl-CRM.
- Viðhengi
- Hægt að hengja við athugasemd eða skjal.
- Til að fjarlægja viðhengi skal smella á ‘Eyða’.
- Færslur
- Birtir allar færslur viðskiptavinar. Einnig er hægt að tvísmella á viðskiptavinalínuna til að sjá færslur viðskiptavinar.
- Opnar færslur
- Sýnar allar opnar (ójafnaðar) færslur
- Hreyfingayfirlit
- Sýnir reikningsyfirlit fyrir viðskiptavin yfir valið tímabil
- Birgðafærslur
- Yfirlit yfir allar birgðafærslur.
- Veltitafla
- Nota veltitöflu til að raða og telja gögn viðskiptavina.
- Pantanir
- Skoða og stofna pantanir
- Tilboð
- Skoða og stofna tilboð
- Reikningar
- Skoða og senda reikninga
- Skýrslur
- Talnagögn um viðskiptavin eða tímabil
- Notandavalmynd
- Hér er hægt að sækja og nota sérsniðin svæði.
Lesa meira.
- Hér er hægt að sækja og nota sérsniðin svæði.
- Allir reitir
- Hér birtast upplýsingar úr öllum reitum á völdum viðskiptavini
Stofna viðskiptavin
Til að stofna viðskiptavin er smellt á Bæta við og slegið inn í reitina í skjámyndinni.
Smella á Vista.
Lýsing
Lykill: Mest 20 stafir.
Kennitala: Ef kennitala er sett inn fyllist sjálfkrafa út upplýsingar um fyrirtækið.
Heiti lykils: Nafn viðskiptavinar eða fyrirtækis
Heimilisfang 1, 2 og 3: Götuheiti, númer og jafnvel póstkassa
Póstnúmer: Póstnúmer viðskiptavinar
Póststöð: Sveitarfélag viðskiptavinar
Land: t.d. Ísland
Tungumál: Velja úr fellivalmyndinni úr mismunandi tungumálum.
ATH! Ef tungumálið er stillt á ‘Sjálfgefið’, velur kerfið tungumál byggt á landinu sem viðskiptavinurinn er settur upp í.
Þannig að tungumálið á viðskiptavinalykli verður tungumálið sem viðskiptavinurinn er settur upp með en ekki staðlað tungumál fyrirtækisins.
Tengiliður: Nafn tengiliðar.
Tengiliður tölvupóstur: tölvupóstfang tengiliðar (Marga tengiliði er hægt að stofna á hvern viðskiptavin eins og lýst er hér.)
Farsími: Farsímanúmer til að hafa samband.
Lokað: haka í reitinn ef loka á fyrir viðskiptavin
Stöðuaðferð: Opin færsla eða Staða. Lesa meira hér.
Flokkur
Flokkur: valið er viðskiptavinaflokk sem færslan tilheyrir
Greiðsla: valið er greiðsluskilmála, t.d. líðandi mánuður + 15 eða 7 dagar
Fastur afsláttar %: hér er sleginn inn fastur afsláttur ef við á
Lánamark: skrá inn hámarks úttektarheimild viðskiptavinar.
- Er athugað þegar staðfesting pöntunar, fylgiseðill og reikningur eru sendir.
- Fyrir pöntunarstaðfestingu og fylgiseðil verður að ‘Uppfæra birgðir’ til að athuga hámarks lánamark. Ef farið er upp fyrir lánamark kemur upp „Villa: Farið er yfir lánamark“. Reiturinn ‘Uppfæra birgðir’ birtist í pöntunarstaðfestingarreitnum þegar hakað er í ‘Pantanir/Afhendingarseðill’ undir ‘Fyrirtæki/Viðhald/Val kerfiseininga’. Reiturinn ‘Uppfæra birgðir’ birtist á fylgiseðlisreitnum þegar hakað er í ‘Vörustjórnun’ undir ‘Fyrirtæki/Viðhald/Val kerfiseininga’.
Starfsmaður: nafn starfsmanns t.d. sem sér um viðskiptavin
VSK svæði: innlent, erlent…
VSK: Velja til dæmis virðisaukaskatt fyrir útskatt.
Gjaldmiðilskóði: Gjaldmiðill fyrir greiðslu, t.d. ISK, USD, EUR o.s.frv.
Gerð lykils: t.d. bankareikningur. ATH! nota skal IBAN ef um erlendan aðila er að ræða.
Bankareikningur: Sumir bankar geta sýnt hvaða reikningsnúmer eða IBAN hefur verið innborgað frá.
Hér er hægt að setja annað hvort reikningsnúmer og IBAN á viðskiptavininn.
Þetta gerir okkur kleift að finna viðskiptavininn ef upplýsingarnar eru innifaldar í hreyfingayfirliti bankans.
Sjá grein um innlestur á bankahreyfingum hér.
Tilvísun lánardrottins: setja inn tilvísun á lánardrottinn
VSK númer: Setja inn VSK númerið hér.
Reikningur
Heiti reita | Lýsing |
Reikningur tölvupóstur: | Tölvupóstfang sem reikningur á að berast til t.d. info@uniconta.com Ef mörg netföng eru notuð fyrir viðskiptavininn er hægt að rita „;“ á milli tölvupóstfanganna í þessu svæði. Ef ekki á að fylla út netfang hér (en nota tengiliði í staðinn) verður reiturinn að „Senda tölvupóst“ vera stilltur og ekkert ætti að vera í reitnum „Reikningur tölvupóstur“. Sjá „Senda tölvupóst“ lýsingu hér að neðan. |
Senda með tölvupósti | Sjá ofangreinda lýsingu á „Reikningur tölvupóstur“. Hak er sett hér til að nota tölvupóstfangið í reitnum ‘Reikningur tölvupóstur’ og frá tengiliðum til að senda. ATH! „Senda tölvupóst frá Outlook“ í viðeigandi skjámyndum verður alltaf hægt að senda hvað sem er valið í þessum skjá. |
Rafrænn reikningur | Ef þetta svæði er valið verður hægt að stofna sendingu reiknings á rafrænu formi. |
GLN-númer | Setja inn GLN/EAN númer viðskiptavinarins hér til að mynda rafrænan reikning fyrir GLN/EAN númerið. Ef viðskiptavinurinn er ekki með GLN/EAN-númer er þess í stað hægt að stofna rafræna reikninga út frá kennitölu viðskiptavinar. Í þessu tilfelli skal setja kennitölu viðskiptavinarins í reitinn fyrir þetta. Ef kennitala er fyllt út en ekki GLN/EAN-númer myndast rafræni reikningurinn með kennitölunni. |
Tekjulykill | Nota fellivalmyndina til að velja tekjulykil. Ef tekjulyklar hafa verið tilgreindir fyrir viðskiptavini eru þeir notaðir í færslubókinni sem tillaga að mótlykli. Lesa meira hér. |
Reikningslykill | Nota fellivalmyndina til að velja reikningslykilinn. Velja viðskiptavin sem reikningur færist á (t.d. ef sett er upp margar verslanir en reikningar eiga að fara á sama aðila) Í birgðum er enn hægt að fá talnagögn um viðskiptavin með því að velja ‘afhendingarlykil’ í stað ‘reikningslykils’. Þetta er gert í birgðastillingum fyrirtækisins. Lesa meira hér. |
Söluverð | Velja hvaða söluverð gildir fyrir viðskiptavin. Lesa meira um söluverð hér… |
Verðlisti | Ef viðskiptavinur þarf annan verðlista er hægt að setja hann upp hér |
Sendingu | Velja eina af sendingaraðferðunum sem eru settar upp, t.d. Íslandspóstur |
Afhendingarskilmálar | Velja afhendingarskilmála sem eru settir upp, t.d. Flutningabifreið |
Snið flokkar | Hér eru settir upp staðlar um hvernig viðskiptavinur vilji fá reikninginn sendann og hvernig hann á að líta út. Fara í Snið flokka með því að smella á F6. Smella hér til að lesa meira |
Vörunafnaflokkur | Ef viðskiptavinur þarf önnur vöruheiti er hægt að setja það upp hér. Fara í Vörunafnaflokk með því að nota F6. Smella hér til að lesa meira |
Verð með VSK | Hak er sett ef sýna á verð með VSK |
Númer okkar | Settu inn reikningsnúmerið þitt ef þörf krefur. |
Síðasti reikningur | Síðasti reikningurinn er sjálfkrafa birtur hér. |
Afhendingarstaðir
Afhendingarheiti: Slá inn upplýsingar um afhendingarstað ef annar en aðsetur viðskiptavinar.
Afhendingarland: Velja skal land úr fellivalmyndinni.
Memberno: Félagsnúmer: Slá inn félaganúmer hér inn ef þörf krefur.
Margir afhendingarstaðir
Uniconta getur notað mörg sendingaraðsetur fyrir hvern viðskiptavin sem hægt er að stofna í tækjaslá viðskiptavinar.
Eftir að þeir hafa verið stofnaðir á viðskiptavininum er hægt að velja sendingaraðsetur fyrir pöntunina (og þar með á öllum útprentunum á reikningi/fylgiseðli) með því að nota svæðið ‘uppsetning’ í pöntuninni sjálfri.
Aðgerðin „Afhendingarstaður“ verður að vera virkt.
Ef reikningslykill er á pöntuninni eða á viðskiptavininum eru upplýsingar um viðskiptavinalykil pöntunarinnar notaður sem afhendingaraðsetur. Afhendingar- eða uppsetningaraðsetur pöntunar/viðskiptavinar, ef um það er að ræða, er ekki notað.
Ef enginn reikningslykill er á pöntuninni eða viðskiptavininum á eftirfarandi við:
- Ef afhendingaraðsetur er á pöntuninni er það notað.
- Ef afhendingaraðsetur pöntunarinnar er autt og uppsetningu er lokið á pöntuninni er Uppsetningin notuð.
- Ef afhendingaraðsetur pöntunarinnar er autt og uppsetningin er tóm og sendingaraðsetur er á viðskiptamanninum er sendingaraðsetur viðskiptavinarins notað.
Víddir
Möguleiki á að setja fjárhagslega vídd í skýrslugerð með því að setja deild, flutningsaðila eða tilgangi.
(Setja verður víddir upp undir Fjárhagur/Viðhald/Víddir)
Dæmi um stofnun
Eftirfarandi skjámynd sýnir dæmi þar sem stofnaður er viðskiptavinur sem heitir María Kristins, staðsett í Reykjavík.
Öll aðalgögn viðskiptavinar eru færð inn í hlutann Lýsing.
Í hlutanum Flokkur er valið Innlendir sem flokksheiti úr fellilistanum.
Í Greiðsla er valið, að viðskiptavinurinn verður að greiða innan 14 daga og er valið úr fellilistanum.
Fastur afsláttur viðskiptavinar er 0%.
Gjaldmiðill er ISK, þar sem fyrirtækið er á Íslandi, og nú er ISK sjálfgefið val.
Viðskiptatengsl – CRM
Viðskiptatengslaeiningin er tengd og hér er valin uppsetningin ‘Smásali’ í CRM-flokkur.
Golf er valið í Áhugamál og í Vörur eru valdir Golfboltar.
Reikningur
Hér er sett inn netfangið sem reikningar eru sendir á.
Og viðskiptavinur okkar hefur verið úthlutað verðlista = Sumartilboð.
Hægt er að haka í reitinn „Senda tölvupóst“ ef nýta á tengiliðaupplýsingarnar.
Ef hakað er í reitinn „Senda tölvupóst“ þarf ekki að fylla út „Reikningur tölvupóstur“ heldur þarf að fylla út tölvupóst reiknings á einn eða fleiri tengiliði.
Afhendingarstaður
Ef enginn afhendingarstaður er settur inn verður notaður afhendingarstaðurinn sem er tilgreindur í hlutanum Lýsing
Annars er hægt að færa inn annan afhendingarstað hér.
Eða velja ‘uppsetningu’ sem er með afhendingarstað sem stofnaður er á viðskiptavininum í viðskiptavinaspjaldinu.
Afhendingarheiti: Svæðið er notað fyrir rafrænt og samsvarar rafæna svæðinu ‘Afhendingarstaður/Afhendingarkenni’ Lesa meira hér.
Víddir
Deild sem heitir Breiðholt er stofnuð og sett hér inn.