Útgáfa-90 Hægt er að gera vöruúthlutun á verk Vöruþekja er byggð í kringum áætlunarliði.
Áætlun er í valmyndinni undir Verk/Verk
Áætlun
Stofnað er fjárhagsáætlun með því að smella á „Áætlun„.
Bæta við áætlun. ATH: Haka skal við „Núgildandi“ fyrir fjárhæðir áætlunar sem á að bera saman við raunfjárhæðir.
Velja áætlun, smella á [Vöruþekja] til að fara í vöruþekjulínur(áætlunarlínur)
Verk: Vöruþekja
Á línunum hefur verið bætt við reitum til úthlutunar, t.d. í boði, pantað, keypt, frádregið, innkaupanúmer o.s.frv.
Smella á [Tínslutillaga] að taka út vörur sem eru til á lager. Síðan smellirðu á [Flytja á dagbók] til að stofna verkdagbók með vörum af lager.
Verkdagbókin er síðan bókuð á venjulegan hátt og vörurnar teknar út úr vöruhúsinu og bókaðar á verkið.
Sama er hægt að gera með þær vörur sem ekki eru til í vöruhúsinu.
Smella á [Innkaupatillaga] þá birtist það sem á að panta. Ef þú vilt bæta pöntuninni við fyrirliggjandi kaup geturðu farið á innkaupanúmerið á línunni.
Smella á [Stofna innkaupapöntun] og eru línurnar stofnaðar á nýjum innkaupum eða færðar yfir á þau sem fyrir eru ef innkaupanúmerið er sett á línuna.
Á verkskjánum er hnappur til að sýna innkaupapöntun fyrir viðkomandi verk.
Allar innkaupalínur sem vísa til verksins eru sýndar hér að ofan.