uppsetning
UPPSETNING | Lausnir sem mæta þínum þörfum
Windows
Ef þú ert skráður notandi og þarft að setja upp Uniconta sett Uniconta upp í gegnum Microsoft Store eða ClickOnce.
Þar sem allar nýjar útgáfur þurfa að fara í gegnum samþykktarferli Microsoft getur verið 2-3 daga bið eftir þeim í Microsoft Store.
Við mælum engu að síður með að þú notir Microsoft Store ef þú keyrir á Windows 10.
Sækja Uniconta í Microsoft Store eða með ClickOnce:
Miðlæg útgáfa
Í stórfyrirtækjum getur verið hentugt að setja Uniconta upp á miðlægum gagnaþjóni frekar en að hver notandi setji upp eigin Uniconta biðlara. Kerfisstjóri notar þá InstallShield til að setja upp Uniconta biðlara upp á miðlægri staðsetningu.
Hugbúnaðurinn uppfærist ekki sjálfkrafa þegar nýjar uppfærslur koma og kerfisstjóri þarf því að sjá um uppfærslur. Eldri biðlarar og API keyra án vandræða þó við uppfærum Uniconta þjóninn í skýinu. Nýjar aðgerðir og möguleikar birtast þó ekki en biðlari er uppfærður.
Dashboard
Uniconta Windows Dashboard er sjálfstæð viðskiptagreindarlausn þar sem þú getur hannað gagnvirkar skýrslur og greiningar fyrir starfsmenn og stjórnendur. Uniconta Windows Dashboard er hannað til að vinna með rauntímaupplýsingar og veita þér þannig góða yfirsýn yfir reksturinn og stuðla að bættri ákvarðanatöku.
Þú þarft að vera með Uniconta notendaaðgang til að nota Uniconta Windows Dashboard.
INNLESTRARTÓL
Ath! til að nota innlestrartólin þarftu að vera með skráðan notandaaðgang í Uniconta.Til að lesa gögn úr DK þarf að varpa gagnagrunni. Hafið samband við þjónustuaðila.
Dynamics C5
Innlestrartól
Forrit til að lesa gögn úr Dynamics C5 yfir í Uniconta
DK
Innlestrartól
Forrit til að lesa gögn úr DK yfir í Uniconta
Dynamics NAV
Innlestrartól
Forrit til að lesa gögn úr NAV yfir í Uniconta
Dynamics NAV
Útlestartól
Forrit til að lesa gögn út úr Dynamics NAV
Uniconta fyrir Mac
Ath. Apple hefur tilkynnt að MacOS 10.15 Catalina styður ekki Uniconta fyrir Mac. Þeir notendur sem uppfæra Mac stýrikerfið munu því ekki geta keyrt Uniconta.
Settu fyrst upp Silverlight og næst Uniconta Mac hugbúnað. Í sumum tilfellum getur þurft að fara í Finder, hægrismella á Uniconta og velja Open til að keyra hugbúnaðinn í fyrsta skipti.
Eftirfarandi möguleikar eru ekki í boði á Mac:
- Report Generator
- Script og plugin
- Innlestur úr öðrum bókhaldskerfum
- Hægt er að senda skjöl hönnuð í Report Generator sem tölvupóst úr Mac útgáfunni þó ekki sé hægt að keyra þau þar.