Það er mögulegt að nota sjálfvirka númeringu á eftirfarandi sviðum:
- Viðskiptavinur
- Lánardrottinn
- Birgðir
- Verk
Uppsetning “Sjálfvirk númering”
Sjálfvirk númering er uppsett undir númeraraðir í Fjárhagur/Viðhald/Númeraraðir
Smella skal á Bæta við eða F2 til að bæta við fylgiskjalanúmeri.
- Sería
- Stutt nafn sem gefið er númeraröð fylgiskjalsins, svo sem: ViðNR
- Heiti
- Lengra og meira lýsandi heiti, svo sem: viðskm. nr.
- Notkun
- Hér er valið “Búa til Lykil”, þannig að númerið er sjálfkrafa úthlutað t.d. á viðskiptavin.
- Fyrsta númer
- Hér er slegið inn fyrsta númerið sem á að byrja á.
- Það getur t.d. verið 1 eða 100000
- Síðasta númer
- Hér er fært inn síðasta númerið í númeraröðinni sem verið er að telja. Það er hægt að breyta því seinna ef númeraröðin er lokið.
- Það getur t.d. verið 9999999
- Næsta númer
- Hér er slegið inn númerið sem er næst í röðinni. Í þessum reit er einnig hægt að sjá hversu langt er komið í röðinni.
- Ef lyklar hafa verið innfluttir, eða hafa verið keyrðir inn með handvirkri úthlutun, og nú á að skipta yfir í sjálfvirkni, er hægt að slá inn næsta númer í röðinni og kerfið mun telja þaðan.
- Forskeyti
- Hér er hægt að setja inn forskeyti fyrir númerið, sem þýðir að númerinu er úthlutað fortexta.
- Það getur t.d. verið: ViðNr_
- Þetta sameinaða númer er hægt að sjá í reitnum “Fylgiskjal”, á línunni fyrir t.d. Viðskiptavin
- Lengd
- Er föst skilgreind lengd á númeri. T.d. er ritað 13, mun viðskiptamannanúmer líta svona út: 00000001000000
- Lokað
- Ef ekki á að nota þessa númeraröð lengur er hakað í reitinn “Lokað” og þá er ekki hægt að nota hana meira.
Úthlutun „Sjálfvirk númering“
Úthlutun sjálfvirkrar númeringar er gerð á flokknum.
Hér að neðan er úthlutunin á Viðskiptavin.
Valið er Viðskiptavinur/Viðhald/Viðskiptavinaflokkar.
Breyta viðskiptavinaflokki.
Undir reitnum Sjálfmyndaður lykill, er valið fylgiskjalsnúmeraröðina sem var búin til, í ofangreindu dæmi: ViðNr
Þetta er sama aðferðin undir Lánardrottinn, Birgðir og Verk.
Velja skal tengda flokka og síðan úthluta stofnaðri fylgiskjalanúmeraröð.